Umhverfismál í Lindaskóla

Við í Lindaskóla erum stolt að segja frá því að við höfum nú á þessu ári tekið nýtt skref í umhverfismálum. 
Lífrænn úrgangur
Í hverri skólastofu yngri deilda og eldhúsum skólans eru fötur fyrir lífrænan úrgang (matarleifar) sem losaðar eru í stórt kar á skólalóðinni. Þessi úrgangur er svo notaður til moltugerðar. Þetta hefur allt farið vel af stað. Í heimilisfræðistofum og eldhúsum skólans eru einnig flokkunarílát fyrir plast, málma, pappír og fernur. 
Auðvitað lærist þetta ekki allt á einum degi en með jákvæðu hugarfari og samvinnu kemur þetta fljótt.


Einnota umbúðir
Lindaskóli hefur í nokkur ár óskað eftir því að nemendur komi ekki með drykki í einnota umbúðum í skólann en þar sem að svo margt annað en drykkir eru í einnota umbúðum mælumst við til að nemendur komi almennt ekki með einnota umbúðir í skólann. Þeir sem að kjósa að gera það engu að síður hafa þá vinsamlega verið beðnir að taka umbúðirnar með sér heim. Við viljum hvetja fólk til að nota nestisbox og brúsa og hugsa umhverfisvænt þegar nestið er útbúið eða jafnvel keypt. 
Guðrún G Halldórsdóttir        
Lindaskóli
Comments