Vikan 24.-29. janúar.

posted Jan 28, 2011, 8:44 AM by Unknown user   [ updated Feb 17, 2011, 8:45 AM ]
Allir hafa rétt á að vera eins og þeir eru.

ATH verkefni nemenda um Ísland er hægt að skoða hér.

Í þessari viku höfum við í 4. ES verið að ræða um einelti, stríðni og almenn samskipti. Í framhaldi af góðri umræðu um þessi mál tókum við fram bókina Spor 4 sem er kennslubók í lífsleikni. Þar er farið í mörg veigamikil atriði í samskiptum eins og t.d. tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Einnig ræddum við um rétt allra til að vera eins og þeir eru. Við byrjuðum á því að lesa sögur í bókinni sem allar tengjast  lífi í skólum og samskiptum nemenda þar. Nemendur unnu síðan saman í hópum og reyndu að finna lausnir á þeim vandamálunum sem upp komu í sögunum. Hver hópur skrifaði niður lausnir sem þeim datt í hug og kynntu þær fyrir hinum í bekknum. Sumir voru svo kjarkaðir að leika jafnvel lausnirnar fyrir bekkinn og þar komu sko margir á óvart.

Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið upp í þessari skemmtilegu vinnu og það var ótrúlega gaman að sjá hvað nemendur eru úrræðagóðir og oft skynsamir þegar þeir þurfa að leysa vandamál.  

E.s. við kíktum líka aðeins í námsbækurnar eins og stærðfræði, íslensku, samfélagsfræði og ensku.

Á vef Regnbogabarna er góð skilgreining á hvað einelti er.

Comments