Vikan 17.-21. janúar

posted Jan 20, 2011, 7:22 AM by Unknown user   [ updated Jan 22, 2011, 6:14 AM ]

Í þessari viku er búið að vera mikið að gera hjá 4. ES.
Erla er farin í barneignarfrí og nemendur fengu tvo nýja kennara; Ólöfu sem verður umsjónarkennari bekkjarins og Krissu sem mun kenna þeim stærðfræði fjórum sinnum í viku. 
Þá var heimasíða bekkjarins tekin í notkun en þar ætlum við að setja inn myndir, verkefni, heimanám og annað sem nemendur eru að vinna að hverju sinni. Nemendur munu taka virkan þátt í að móta síðuna og skrifa pistla einu sinni í viku þar sem þau skrifa tvö og tvö saman. Við byrjum á því í næstu viku en núna skrifuðu allir lítinn pistil um þessa viku. 

Sjá hér:  Nemendur skrifuðu um hvað þeir gerðu í vikunni.

Comments