Þemavika

posted Mar 23, 2011, 11:14 AM by Unknown user   [ updated Mar 29, 2011, 6:30 AM ]

Á næsta föstudag verðum við með fjölskylduskemmtun milli kl. 16 og 18.  Þangað langar okkur að bjóða ykkur, mömmum, pöbbum, systkinum, öfum og ömmum til að koma og skoða afrakstur þemadaga. 

Dagskráin fyrir 1.-7. bekk verður eftirfarandi: 

  • Kl. 16:00 nemendur og foreldrar mæta í umsjónarstofur
  • Kl. 16:10 fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu hefst
  • Kl. 16:40 dagskrá í íþróttahúsi lýkur.

Fjölskyldum nemenda gefst þá kostur á að skoða afrakstur þemavikunnar sem má finna um allan skóla.

Athygli er vakin á því að nemendur í 8.-10. bekk verða með söfnun hér í skólanum og mun ágóðinn renna til hjálparstarfa í Japan. 

Comments