Bekkjarkvöld, þriðjudaginn 15. febrúar

posted Feb 7, 2011, 6:06 AM by Unknown user   [ updated Feb 13, 2011, 11:01 AM ]
Það verður haldið bekkjarkvöld, þriðjudaginn 15 febrúar á milli kl.17 og 19. 
Við höfum fengið matsalinn í Lindaskóla lánaðan og markmiðið er að skemmta okkur saman.
Dregnir verða fram spilastokkar og spiluð félagsvist sem vonandi er skemmtun fyrir alla.
Einnig er ætlunin að reiða fram hlaðborði eins og áður hefur verið gert á bekkjarkvöldum.
Því þarf hver nemandi að koma með eitthvað gómsætt á hlaðborðið en hver og einn þarf að koma með drykk handa sér og sínum. Einnig væri gott að einhverjir tækju með sér spilastokk.
Nemendur munu koma með heim í dag, boð um bekkjarkvöldið.
Kær kveðja
Bekkjafulltrúar 4-ES 

                             

Comments