Sumarlestur 2011

posted May 27, 2011, 11:42 AM by Unknown user
Bókasafn Kópavogs býður upp á sumarlestur fyrir 6-12 ára börn.
Hann stendur yfir í júní, júlí og ágúst.
Með sumarlestri viðhalda börnin þeirri lestrarleikni sem þau tileinka sér að vetrinum í skólanum. Sumarlestur er alveg ókeypis og allir velkomnir. 
Börnin skrá sig í sumarlestur á Bókasafninu og fá þá blað til að skrá hvað þau lesa. 
Að auki fá þau að fylla út happamiða fyrir hverja lesna bók. 
Dregið verður úr happamiðum 18. ágúst og nokkrir heppnir þátttakendur fá vinning. 
Allir sem mæta þá fá glaðning. 
Sumarlestur er bæði í Aðalsafni í Hamraborg og Lindasafni í Núpalind.
Comments