Stafræn sögugerð (digital storytelling)

posted Apr 10, 2011, 6:45 AM by Unknown user

Í vikunni 11.-15. apríl ætlum við í 4. ES að ljúka vinnu okkar með Íslenska þjóðhætti. Við höfum gert ýmislegt til að kynna okkur daglegt líf fólks fyrr á tímum og fórum m.a. í Árbæjarsafnið og fengum skemmtilega kynningu þar. Núna ætlum við að búa til stutta stafræna kynningu á gamla tímanum með svo kallaðri hreyfimyndagerð (Stop Motion Animation). Aðferðin felst í því að búin er til söguþráður og leikmynd þar sem nemendur nota leirkalla, legokalla, playmo eða hvað annað sem þeim dettur í hug sem leikmuni. Teknar eru stafrænar myndir og leikmunum er breytt mynd frá mynd til þess að fá fram hreyfingu og söguþráð. Til að búa til myndband notum við iMovie sem er myndvinnsluforrit sem fylgdi Appel tölvunum sem foreldrafélagið færði skólanum að gjöf síðastliðið haust. 

Comments