Síðustu tvær vikur hefur verið átak í að labba í skólann. Krakkarnir fengu í leiðinni það verkefni að fylgjast með því hvaða fulga þau sjá eða heyra í á leiðinni. Þau hafa líka verið að líta eftir því hvort fíflar og sóleyjar séu farnar að spretta. Ein hrafnsfjöður fannst við þetta eftirlit og þar sem nokkrir vissu að fjaðrir voru notaðar til að skrifa hér áður fyrr ákváðum við að prufa hvernig það gengi. Sigríður myndmenntakennari lánaði okkur blek og blöð og allir fengu að prufa að skrifa eins og gert var í gamla daga. Hér að neðan eru myndir af einbeittum krökkum að setja sig í spor afa og ömmu eða jafnvel langafa og langömmu að skrifa með fjöður.
4. ES | ![]() |