Smjörgerð á sér langa sögu og er vitað að Súmerar voru farnir að strokka smjör fyrir um 5000 árum. Yfirleitt er smjör gert úr kúamjólk en einnig úr mjólk annarra spendýra, til dæmis sauðfjár, geita, buffla og jakuxa. (sjá Wikipedia). | Nemendur í 4. ES gerðu sér lítið fyrir og prufuðu að búa til smjör; að vísu ekki með strokk eins og gert var í gamla daga heldur rafmagnsþeytara. Allir fylgdust spenntir með þegar rjóminn var þeyttur þar til hann fór að skilja sig og skiptast í áfir og smjörfitu. Að smjörgerð lokinni smökkuðu nemendur afurðina með ljúffengu rúgbrauði og hressandi mysu.
|
Smjör er mjólkurafurð gerð með því að strokka ferskan eða sýrðan rjóma þar til smjörfitan skilur sig að mestu frá áfunum. Áfirnar eru svo síaðar frá og smjörið hnoðað þar til það er orðið að sléttum og samhangandi massa. Oftast er salti bætt út í smjörið, bæði vegna bragðsins og til að auka geymsluþolið, en ósaltað smjör er einnig framleitt. Smjör er m.a. notað sem smurálegg á brauð, til bragðbætis í ýmiss konar mat, í kökur og annan bakstur, til steikingar og í alls kyns rétti (sjá Wikipedia).
Mjólkurmatur til forna
Mjólkin var einkum notuð þannig: