Smjörgerð í 4. ES

posted Mar 2, 2011, 3:10 AM by Unknown user   [ updated Mar 14, 2011, 1:12 PM ]
Í samfélagsfræði erum við að lesa bókina Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti.
Bókin fjallar um daglegt líf fólks fyrr á tímum þegar langflestir Íslendinga bjuggu en í sveitum og lifðu af búskap og heimilisiðnaði. Ekki var hægt að treysta á vörur frá útlöndum og allar lífsnauðsynjar þurftu að vinna úr því sem landið gaf. Mjólk var mikilvæg afurð og unnið var úr mjólkinni heima á bæ eða í seli. 

Smjörgerð á sér langa sögu og er vitað að Súmerar voru farnir að strokka smjör fyrir um 5000 árum. Yfirleitt er smjör gert úr kúamjólk en einnig úr mjólk annarra spendýra, til dæmis sauðfjár, geita, buffla og jakuxa.
(sjá Wikipedia).



Nemendur í 4. ES gerðu sér lítið fyrir og prufuðu að búa til smjör; að vísu ekki með strokk eins og gert var í gamla daga heldur rafmagnsþeytara. Allir fylgdust spenntir með þegar rjóminn var þeyttur þar til hann fór að skilja sig og skiptast í áfir og smjörfitu. Að smjörgerð lokinni smökkuðu nemendur afurðina með ljúffengu rúgbrauði og hressandi mysu.



Mjólkurbytta og trog

Skemmtilegur vefur:  Störfin í búinu.
Myndir af nemendum við smjörgerð 

Smjorgerd í 4. ES

Hægt er að smella til að stækka.

    
Strokkur og bulla.
Comments