Gleðilegt sumar

posted Apr 29, 2011, 3:27 PM by Unknown user   [ updated Apr 29, 2011, 4:33 PM ]
Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegan vetur
 Þó sumarið sé komið á dagatalinu þá hefur veðrið ekki leikið við okkur síðustu daga. Í gær var ákveðið að sækja nemendur úr útivist þegar fór að blása hressilega og rigna eins og hellt væri úr fötu. Nemendur í 4. ES voru ekki alveg sátt við þetta enda öll úti á fótboltavelli og fannst bara ekkert að þessu veðri. Á meðan fuku yngstu nemendurnir um skólalóðina og urðu rennandi blaut. Allir komust heilir í hús og ekki hægt að sjá annað en öllum hafi fundist þetta bara mjög hressandi. Vinkona mín sem býr í New York sagði mér að um daginn hefði skólaferð sonar hennar verið frestað vegna veðurs en um var að ræða rigningarúða sem stóð í 10 mínútur. Eins gott að það er engin svona taugaveiklun viðhöfð í grunnskólum á Íslandi. 
Comments