Fræðasetrið í Sandgerði

posted May 20, 2011, 7:07 AM by Unknown user   [ updated May 20, 2011, 8:36 AM ]

Í dag fór 4. bekkur í Fræðasetrið í Sandgerði. Ferðin gekk í alla staði vel og fannst krökkunum þetta bæði skemmtilegt og fróðlegt. Fyrst var farið í fjöruna og safnað ýmsum sýnishornum og svo haldið í Fræðasetrið. Leiðsögumenn safnsins fræddu krakkana um umhverfið, lífshætti dýra og jurta og þau fengu að skoða það sem þau týndu í fjörunni í smásjá.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir frá ferðinni. (Smellið á myndina til að stækka).

Fræðasetrið er fyrst og fremst náttúrugripasafn og eiga gestir kost á að skoða hluta af náttúru Íslands í návígi.4. bekkur Sandgerði


Comments