Árbæjarsafn

posted Apr 1, 2011, 8:32 AM by Unknown user   [ updated May 20, 2011, 11:23 AM ]

Það voru áhugasamir og fróleiksfúsir krakkar sem lögðu af stað með strætó á Árbæjarsafnið í morgun. Ferðin gekk með eindæmum vel og allir ánægðir með ferðalagið og fróðleikinn. Hann Sigurlaugur sem vinnur hjá safninu tók á móti okkur. Farið var í gamla býlið Árbæ, baðstofa, hlóðaeldhús og fjós var skoðað og Sigurlaugur fræddi okkur um lífið í gamla bændasamfélaginu; sjálfsþurftabúskap, matargerð, tóvinnu og aðbúnað barna. Krakkarnir (og foreldrar) voru algjörlega til fyrirmynda og gaman að fara með þeim í þessa ferð. 

Comments