Á næsta föstudag 1. apríl ætlum við að fara í heimsókn á Árbæjarsafnið. Farið verður með strætó og lagt af stað um hálf tíu. Áætluð heimkoma er um hálf tólf. Sveitin í gamla daga - safnfræðsla sniðin að þörfum 3. og 4. bekkjar
Farið er með nemendur í gamla býlið Árbæ og þar fjallað um lífið í gamla bændasamfélaginu, sjálfsþurftabúskap, matargerð, tóvinnu og aðbúnað barna. Bærinn er skoðaður; baðstofa, hlóðaeldhús og fjós. Þá eru nemendur hvattir til að setja sig í spor forfeðranna og þau velta fyrir sér hvernig það var að búa í torfbæ án rafmagns og nútímaþæginda. |