Fréttir og tilkynningar

Fuglar

posted Jun 3, 2011, 5:30 AM by Unknown user   [ updated Aug 19, 2011, 1:54 AM ]

Hrossagaukur

The birthday party

posted May 31, 2011, 6:14 AM by Unknown user

Flottar myndir

posted May 27, 2011, 12:16 PM by Unknown user   [ updated May 29, 2011, 3:36 PM ]

National Geographic Photos

The gadget spec URL could not be found

Sumarlestur 2011

posted May 27, 2011, 11:42 AM by Unknown user

Bókasafn Kópavogs býður upp á sumarlestur fyrir 6-12 ára börn.
Hann stendur yfir í júní, júlí og ágúst.
Með sumarlestri viðhalda börnin þeirri lestrarleikni sem þau tileinka sér að vetrinum í skólanum. Sumarlestur er alveg ókeypis og allir velkomnir. 
Börnin skrá sig í sumarlestur á Bókasafninu og fá þá blað til að skrá hvað þau lesa. 
Að auki fá þau að fylla út happamiða fyrir hverja lesna bók. 
Dregið verður úr happamiðum 18. ágúst og nokkrir heppnir þátttakendur fá vinning. 
Allir sem mæta þá fá glaðning. 
Sumarlestur er bæði í Aðalsafni í Hamraborg og Lindasafni í Núpalind.

Ævintýri

posted May 23, 2011, 12:49 PM by Unknown user

Verkefni sem nokkrir nemendur unnu í þemavikunni um ævintýri.
Sögurnar eru unnar með forritinu Storybird sem hægt er að gerast áskrifandi að ókeypis á Netinu. Hugmyndin er einföld; myndlistafólk býður upp á myndefni sem innskráðir notendur vefsin geta notað til að búa til sögur eða ljóð. Hægt er að hlaða sögunum niður og prenta út fyrir lítin pening. 

Fræðasetrið í Sandgerði

posted May 20, 2011, 7:07 AM by Unknown user   [ updated May 20, 2011, 8:36 AM ]

Í dag fór 4. bekkur í Fræðasetrið í Sandgerði. Ferðin gekk í alla staði vel og fannst krökkunum þetta bæði skemmtilegt og fróðlegt. Fyrst var farið í fjöruna og safnað ýmsum sýnishornum og svo haldið í Fræðasetrið. Leiðsögumenn safnsins fræddu krakkana um umhverfið, lífshætti dýra og jurta og þau fengu að skoða það sem þau týndu í fjörunni í smásjá.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða myndir frá ferðinni. (Smellið á myndina til að stækka).

Fræðasetrið er fyrst og fremst náttúrugripasafn og eiga gestir kost á að skoða hluta af náttúru Íslands í návígi.



4. bekkur Sandgerði


Skrifað með fjöður

posted May 13, 2011, 2:55 AM by Unknown user   [ updated May 13, 2011, 12:22 PM ]

Síðustu tvær vikur hefur verið átak í að labba í skólann. Krakkarnir fengu í leiðinni það verkefni að fylgjast með því hvaða fulga þau sjá eða heyra í á leiðinni. Þau hafa líka verið að líta eftir því hvort fíflar og sóleyjar séu farnar að spretta. Ein hrafnsfjöður fannst við þetta eftirlit og þar sem nokkrir vissu að fjaðrir voru notaðar til að skrifa hér áður fyrr ákváðum við að prufa hvernig það gengi. Sigríður myndmenntakennari lánaði okkur blek og blöð og allir fengu að prufa að skrifa eins og gert var í gamla daga. Hér að neðan eru myndir af einbeittum krökkum að setja sig í spor afa og ömmu eða jafnvel langafa og langömmu að skrifa með fjöður.

4. ES


Vordagar

posted May 4, 2011, 1:05 PM by Unknown user   [ updated May 22, 2011, 10:05 AM ]

 Minnispunktar

  • 20. maí- Vorferð í Fræðasetrið í Sandgerði
  • 24. maí - Skipulagsdagur
  • 25. og 276 maí – Útivistardagar
    •  Nemendur komi klæddir eftir veðri og þurfa ekki að koma með skólatösku, heldur léttan bakpoka undir nesti. Skóladegi lýkur klukkan 12:30.
  • 27. maí Norræna skólahlaupið
  • 25.-27. maí - Foreldra- og nemendaviðtöl
  • 31. maí – Skólaslit. Tímasetning auglýst síðar

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

2

3

4

5

6

9

 Skriftarpróf

10
Lesskilnings-
próf

11

12

Enskupróf

13


16

17
Stærðfræði-
próf

18
Stafsetningar-
próf

19

Málfræðipróf

20
 Vorferð í fræðasetrið í Sandgerði

23

24

Skipulagsdagur

25

Útivistardagar

Foreldra- og nemendaviðtöl

26

Útivistardagar

Foreldra- og nemendaviðtöl

27
Norræna skólahlaupið
1.-7. bekkur
Foreldra- og nemendaviðtöl

30

31

Skólaslit

1

2

3

Vorprófin

posted Apr 29, 2011, 4:37 PM by Unknown user   [ updated May 23, 2011, 12:45 PM ]

Prófin verða 9.-20. maí!

Dagsetning

Próf

9.maí

Skrift

10.maí

Lesskilningur

12.maí

Enska

17.maí

Stærðfræði

18.maí

Stafsetning

20.maí

Málfræði


Gleðilegt sumar

posted Apr 29, 2011, 3:27 PM by Unknown user   [ updated Apr 29, 2011, 4:33 PM ]

Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegan vetur
 Þó sumarið sé komið á dagatalinu þá hefur veðrið ekki leikið við okkur síðustu daga. Í gær var ákveðið að sækja nemendur úr útivist þegar fór að blása hressilega og rigna eins og hellt væri úr fötu. Nemendur í 4. ES voru ekki alveg sátt við þetta enda öll úti á fótboltavelli og fannst bara ekkert að þessu veðri. Á meðan fuku yngstu nemendurnir um skólalóðina og urðu rennandi blaut. Allir komust heilir í hús og ekki hægt að sjá annað en öllum hafi fundist þetta bara mjög hressandi. Vinkona mín sem býr í New York sagði mér að um daginn hefði skólaferð sonar hennar verið frestað vegna veðurs en um var að ræða rigningarúða sem stóð í 10 mínútur. Eins gott að það er engin svona taugaveiklun viðhöfð í grunnskólum á Íslandi. 

1-10 of 35