Nemendur

Nemendur skrifuðu um hvað þeir gerðu í vikunni 17.-21. janúar.

Í þessari viku fékk ég nýjan kennara sem heitir Ólöf Birna.

Fjalar.


Ólöf byrjaði að kenna og það er búið að vera mjög skemmtilegt. Það er gaman í útivist og mikið af snjó úti. Krissa kennir okkur stærðfræði

Stefán.


í þessari viku lærðum við um fiska, til dæmis um egg fiska og margt fleira. Svo fengum við nýjan kennara sem heitir Ólöf Birna en við söknum Erlu líka.

Sólveig.


Í þessari viku fékk ég nýjan kennara og það er búið að vera ofsalega skemmtilegt. Við lærðum um fiska og það er búið að ganga vel. Það voru tvær stelpur sem áttu afmæli og það voru Rakel og Sóley.

Daníel Hugi.


Í þessari viku var Ólöf að kenna okkur í 4. ES. Við vorum í stærðfræði í Einingu og líka í ensku, Lets go. Við lærðum eintölu og fleirtölu og það voru tvö afmæli, hennar Rakelar og Sóleyjar.

Lea Rut.


Við lærðum um fiska og sögur í bók sem heitir Sögusteinn. Til dæmis sagan, hve gömul er sólin?

Haukur.


Við lærðum um fiska. Svo fékk ég nýjan kennara sem heiti Ólöf og ég fékk stærðfræðikennarar sem heitir Krissa. Það er búið að vera gaman í þessari viku og ég vona að verði gaman allar næstu vikur.

Áróra.


Við fórum í snjókast. Ég, Þorgeir og Jón réðumst á 3. NS með snjóboltum. Í dag fórum við í Einingu.

Aron.


Við lærðum um fiska. Karlkyns fiskurinn heitir hængur og kvenkyns fiskurinn heitir hrygna. Við vorum í körfubolta í íþróttum. Ég var með Sóley og Sunnu. Svo man ég ekki meir.

Sólrún.


Ég heiti Herdís Lilja og læri margt í skólanum og Erla kennarinn minn hætti og Ólöf Birna kom í staðin. Krissa er stærðfræðikennarinn minn. Þótt ég sakni Erlu harka ég af mér. En Ólöf Birna er fínn kennari. Hjá henni læri ég mikið skemmtilegt  og mér líður vel í skólanum. Sá sem á afmæli fær afmæliskort til að kennarinn geti glatt einhvern nemanda í skólanum. 
Endir.

Herdís Lilja.


Það var mjög gaman í þessari viku. Við lærðum margt og mikið um fiska og hrogn. Ég sakna Erlu en Ólöf er fín og Krissa líka.

Gísli


Ég og bekkjarfélagar mínir vorum að læra hvernig fiskar fara að og við vorum í Einingu með Krissu og við fórum í málrækt.
Þetta er búin að vera skemmtileg vika. Rakel og Sóley áttu afmæli í vikunni.

Takk fyrir mig 
Helga Rún.


Við fórum í Einingu og lærðum um fiska svo kom Krissa og við lærðum í Einingu blaðsíðu 7,8 og 9. Svo fórum við í útivist í snjó.

Jón Steinar.


Við lærðum um fiskalíf og við fengum nýjan kennara hún heitir Ólöf. Við lærðum stærðfræði með Krissu og mér fannst gaman í útivist því það var pínu snjór. Svo áttu Rakel og Sóley afmæli og við teiknuðum afmælismyndir handa þeim.

Elín Kolfinna.


Vikan er búin að vera mjög skemmtileg. Við erum búin að fá nýjan kennara sem heitir Ólöf. Ólöf er mjög jákvæður, góður og skemmtilegur kennari. Við lærðum að fallbeygja í vikunni.  Mér finnst líka mjög gaman úti í snjónum sem kom loksins.
Þessa viku vorum við líka að læra ensku.

Sunna.


Við lærðum um fiskana og kvenfiskurinn heitir hrygna og karlfiskurinn heitir hængur. Eggin hjá skötunni heitir péturskip. 
Það var gaman í útivist í þessari viku og við erum búin að fá nýjan kennara.

María Rós.


Við lærðum um fiska í náttúrufræði. Við fengum nýjan kennara sem heitir Ólöf Birna. Við fengum meiri að segja tvo, hin heitir Krissa. Við fórum í ensku, stærðfræði og gerðum líka margt fleira sem er skemmtilegt. Sóley og Rakel Ósk áttu afmæli.

Berglind.


Við í 4. ES vorum að læra um fiska og við söknum Erlu. En það er búið að vera gaman að læra og í útivist.

Kveðja Sigurþór.


Við lærðum um fisk sem heitir skata og við lærðum mikið um skötu og það er búið að vera gaman.

Þorgeir.


Við lærðum um fiska og hrogn og laxa og það var gaman í útivist.

Almar.


Við lærðum um hvernig fiskarnir eignast afkvæmi og við fengum nýja kennara sem heitir Ólöf og Krissa.

Rakel Ósk.


Við lærðum um fiska, við erum líka búin að læra mikið í Einingu. Það var rosa gaman, Krissa kennir okkur stærðfræði. Mér finnst þetta vera ein besta vikan mín.

Sóley

Comments