Uppskriftir

Hafraklattar

Hér er frábær uppskrift af hafraklöttum sem ég fann á  matarbok.is.
Hráefni
  • 150 gr. mjúkt smjör
  • 100 gr. hrásykur (má líka vera venjul. sykur)
  • 225 gr. haframjöl (6 dl.)
  • 2 dl. hveiti
  • 2 msk. hunang
  • 2 msk. kókosmjöl
  • 2 msk. rúsínur
  • 2 msk. brytjað súkkulaði (má nota súkkulaðidropa litla)
  • 2 msk. sólblómafræ
  • 2 msk. sesamfræ
  • 1 tsk. negull (má sleppa)
  • ½ tsk. engifer ( má sleppa)
  • 1 tsk. kakó 

Aðferð

Smjör og sykur hrært vel saman. Bæta haframjöli og hunangi út í og hæra vel. Síðan er restinni af hráefninu blandað út í eitt og eitt. Hnoðað í litlar kökur sem settar eru á bökunarpappír. Bakað við 200°c í 13-15 mín


Lucky Charms kaka 
  • einn pakki af Lucky Charms (passa að það sé stærri gerðin ca 400 gr.) 
  • 200 gr af smjöri 200 gr af suðusúkkulaði 
  • 200 gr af karmellufylltu súkkulaði (Pipp með karamellubragði frá Nóa) 
  • 1 lítil dós af sírópi (golden) 

Flokkið Lucky Charms, sykurpúðar sér (fínt verkefni fyrir krakkana!). Plasta form vel að innan með plastfilmu. Ef skera á í litla bita er best að nota skúffukökuform (ekki ofnskúffu, þarf að vera minna og dýpra) eða stórt, djúpt, eldfast mót. Dreifið sykurpúðunum í botninn á forminu.
Bræðið önnur hráefni saman í stórum potti. Þegar allt er vel bráðið og blandað saman er restin af Lucky Charms sett úti (þetta ólitaða) og hrært vel saman. Þessi blanda er svo sett í formið ofan á sykurpúðana og þrýst vel niður. Geymt í ísskáp yfir nótt. Svo er kökunni hvolft úr forminu.

Ef skera á í litla bita er gott að gera það eftir nokkrar klukkustundir í ísskáp (meðan enn nokkuð mjúkt) og setja í box og aftur í kæli. Það má líka setja þetta í stórt kringlótt form (djúpt smelluform) og bera fram eins og köku, þá e.t.v. með þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum. Einnig er hægt að setja þetta í formkökuform (dugar í eitt stórt og eitt lítið form) og svo auðvitað bara eftir því sem hugmyndaflugið leyfir.

Bestu kveðjur
Rúna, mamma Áróru



Nammikaka Stellu

  • Rice crispies
  • poki af lakkrískurli eða lakkrísreimum
  • 120 gr smjör
  • 3 pk Rolo
  • 200 gr rjómasúkkulaði

Bræðið saman 90 gr smjör og 3 pk af Rolo við vægan hita þar til öll karmelan er bráðin. Þremur bollum af Rice crispies helti í skál og súkkulaði blöndunni þar yfir. Hrærir vel saman og bætið við það tæpum poka af lakkrískurli eða söxuðum lakkrísreimum. Blöndunni helt í form og þjappað vel svo kakan losni ekki í sundur. Sett inn í ískáp á meðan 30 gr af smjöri og 200 gr af rjómasúkkulaði er brætt við vægan hita. 
Súkkulaðiblöndunni helt yfir kökuna og sett aftur í ísskáp til að láta kremið harna. 

Comments