Bekkjarsíða 4.ES

Þessi vefsíða er upplýsingasíða fyrir foreldra og nemendur 4. ES.

Í samfélagsfræði erum við að lesa bókina Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti.
Vörður - ferðalög

Á bls. 2 í kennslubókinni Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti er hlaðin varða í forgrunni á mynd. Víða í bókinni er fjallað um ferðir fólks, í kaupstað, á grasafjall, í verið o.s.frv. Börn voru oft send í stuttar ferðir svo sem í sendiferðir á milli bæja. Á þessum tíma voru auðvitað engin farartæki og þótt margir færu ríðandi var líka mjög algengt að menn gengju langar leiðir, jafnvel á milli landshluta. Engir lagðir vegir voru á landinu aðeins sums staðar mjóir troðningar sem kaffærðust í fyrstu snjóum. Vörður sem vísuðu fólki á stystu og heppilegustu leiðir á milli staða voru því nauðsynlegar. Enn sjást víða vörður á gömlum leiðum. Margar þeirra eru nú utan alfaraleiða og vegakerfis þótt auðvitað gætu þær enn vísað gangandi fólki á réttar leiðir.

Vörður eru merkilegar menningarminjar sem þarf að sýna virðingu. Margar varðanna hafa hrunið sjálfar í áranna rás og alls kyns veðrum og sumum þeirra hefur verið rutt um koll. Að hlaða góða vörðu er vandaverk. Vel hlaðnar vörður hafa sumar staðið af sér veður og vinda í aldir og standa enn keikar. Sumar slíkar vörður hafa því miður verið skemmdar með því að fólk hefur borið að þeim steina og hlaðið utan á gömlu vörðurnar. Þá sést ekki lengur vel hlaðin varðan heldur lítur hún út eins og ólöguleg grjóthrúga.
Comments