Í samfélagsfræði erum við að lesa bókina Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Bókin fjallar um daglegt líf fólks fyrr á tímum og hvernig íslenska bændasamfélagið breyttist í fólkið þjóðfélag með fjölbreyttri atvinnu á rétt rúmlega 100 árum.
Lykiorð sem við munum nota við vinnu verkefna úr bókinni.
/ Mánaðaheiti / Veður / Kynding / Sauðburður / Íslensku fjármörkin / Verklag við heyskap fyrr og nú / Hjátrú / Orðtök og orðatiltæk / Torfbærin / Hleðslur / Mataræði fólks fyrr á tímu / Geymsla matvæl / Ullarvinna / Lýsislampi / Trog / Kýr og kynding híbýla / Sauðfé / Störf barna / Farskólar / Fermingarfræðsla / Vinnuhjú / Amboð /
![]() 4. ES bjó til smjör sjá myndir ------ Að búa til smjör ------ Það sem þarf er:
Krukkurnar fylltar til hálfs af rjóma. Tvær glerkúlur settar í krukkuna. Krukkunni lokað og hún hrist vel í nokkrar mínútur. Innihaldið skoðað annað
slagið. Þegar rjóminn sýnist vera orðinn að smjöri er krukkan opnuð. Glerkúlurnar
teknar úr henni og vökvanum, áfunum, hellt af smjörinu. Rjóminn verður að smjöri þegar krukkan er hrist. Glerkúlurnar skella á
fitunni í rjómanum þannig að vökvinn skilur sig frá. Fitan loðir saman og
verður að klumpi (smjöri) á botni krukkunnar. Hægt er að prófa þetta með því að nota eina eða þrjár kúlur. Hvort er betra
að nota heitan eða kaldan rjóma? Er hægt að búa til smjör á þennan hátt með því
að nota mjólk í staðinn fyrir rjóma? Áfirnar þóttu gómsætur drykkur áður fyrr. | Íslensku mánaðaheitin
Vetur: gormánuður, ýlir, mörsugur, þorri, góa, einmánuður Sumar: harpa, skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður, haustmánuður Tímatalið og mánaðaheitin miðaðist við árstíðir sveitasamfélagsins og skiptast í sex vetrarmánuði og sex sumarmánuði. Hátíðir sem tengjast gamla norræna tímatalinu
Öngva iðju ég hér kann eða neitt að þjóna fyrir nokkurn nefndarmann nema geyma prjóna ![]() |