Námsefni 4. ES

Hér eru upplýsingar um námefni sem nemendur í 4. ES eru að vinna að hverju sinni og hvað verið er að leggja áherslu á í hverri grein.
Hér er hægt að skoða: Námsvísir 4. bekkjar.
Stærðfræði   

Við erum að vinna í  Sprota 4a og ætlum að klára hana fyrir skólalok.

Áhersla síðustu vikur hefur verið á  margföldun og að nemendur læri margföldunartöfluna utan að. 



Íslenska

Námsefni: Málrækt 1 og annað námsefni tengt verkefnum hverju sinni.

Sérstök áhersla verður í vetur á reglur um stóran og lítinn staf, ng og nk og reglur um greini.

Núna erum við m.a. að læra um: fallorð, nafnorð, sérnöfn og samnöfn.

Fallorð - það eru öll orð sem fallbeygjast. 
Föllin eru:nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall.
Til fallorða teljast: 
1. Greinir. 
2. Lýsingarorð. 
3. Töluorð. 
4. Fornöfn.
5.  Nafnorð
Nafnorð: Nöfn/heiti á hlutum, hugmyndum, hugtökum, verum
Nafnorð skiptast í sérnöfn og samnöfn. 
o Nafnorð hafa tvær tölur: eintölu og fleirtölu. 
o Nafnorð hafa kyn: karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. 
o Nafnorð bæta við sig greini.
o Nafnorð fallbeygjast. 
Samfélagsfræði

Í samfélagsfræði erum við að lesa bókina Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Bókin fjallar um daglegt líf fólks fyrr á tímum og hvernig íslenska bændasamfélagið breyttist í fólkið þjóðfélag með fjölbreyttri atvinnu á rétt rúmlega 100 árum.

Við vonumst til að geta lokið þessu verkefni með ferð í Árbæjarsafnið.

Subpages (1): Margföldunartaflan
Comments